Íshellir

Into the Glacier býður upp á fjölmargar ferðir inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Göngin eru staðsett hátt á Langjökli sem er næststærsti jökull Íslands.

Göngin eru 550 metra löng göngin og ná 40 m undir yfirborð jökulsins. Ísgöngin eru vestanmegin á Langjökli í aðeins tveggja tíma fjarlægð frá Reykjavík.

Yfir sumartímann, frá 1. júní til 15. október fara breyttir jöklabílar frá Klaka. En að vetrarlagi byrja allar ferðir á Húsafelli.

Boðið er upp á ferðir með skutlu frá Húsafelli að Klaka yfir sumartímann fyrir þá sem ekki eru á fjórhjóladrifnum bíl eða kjósa frekar að fara frá Húsafelli.

20.900 kr.

Unglingar: 12–15 ára, 9.750 kr.
Börn: 0–11 ára, frítt.

Senda fyrirspurn
Skipulagðar ferðir
mánuður
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
dagur
M T W T F S S
Innifalið:

Akstur að ísgöngunum frá Húsafelli eða Klaka.
Aðgangur að ísgöngunum.
Leiðsögn
Frítt WiFi í bílunum

 

Hvað þarf að taka með:

Nauðsynlegt er að vera í hlýjum fötum, líka á sumrin
Vatnsheldir skór og hlýir sokkar
Vatnheldur og hlýr jakki eða úlpa
Húfa og vettlingar
Sólgleraugu
Myndavél

 

Athugið:

Into the glacier áskilur sér rétt til að breyta ferðaáætlun eða aflýsa ferðum vegna veðurs, ástands vega eða annarra óviðráðanlegra ástæðna.

50% afsláttur fyrir 12–15 ára á ekki við um hópabókanir.

Á veturna getur lengd ferðarinnar breyst vegna veðurs og ástands vega.