Íshellir

Into the Glacier býður upp á fjölmargar ferðir inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Göngin eru staðsett hátt á Langjökli sem er næststærsti jökull Íslands.

Göngin eru 550 metra löng göngin og ná 40 m undir yfirborð jökulsins. Ísgöngin eru vestanmegin á Langjökli í aðeins tveggja tíma fjarlægð frá Reykjavík.

Yfir sumartímann, frá 1. júní til 15. október fara breyttir jöklabílar frá Klaka. En að vetrarlagi byrja allar ferðir á Húsafelli.

Boðið er upp á ferðir með skutlu frá Húsafelli að Klaka yfir sumartímann fyrir þá sem ekki eru á fjórhjóladrifnum bíl eða kjósa frekar að fara frá Húsafelli.

20.900 kr.

Unglingar: 12–15 ára, 9.750 kr.
Börn: 0–11 ára, frítt.

Senda fyrirspurn
Skipulagðar ferðir
mánuður
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
dagur
M T W T F S S
Innifalið:

Akstur að ísgöngunum frá Húsafelli eða Klaka.
Aðgangur að ísgöngunum.
Leiðsögn
Frítt WiFi í bílunum

 

Hvað þarf að taka með:

Nauðsynlegt er að vera í hlýjum fötum, líka á sumrin
Vatnsheldir skór og hlýir sokkar
Vatnheldur og hlýr jakki eða úlpa
Húfa og vettlingar
Sólgleraugu
Myndavél

 

Athugið:

Into the glacier áskilur sér rétt til að breyta ferðaáætlun eða aflýsa ferðum vegna veðurs, ástands vega eða annarra óviðráðanlegra ástæðna.

50% afsláttur fyrir 12–15 ára á ekki við um hópabókanir.

Á veturna getur lengd ferðarinnar breyst vegna veðurs og ástands vega.

Sætaferðir frá Hótel Húsafelli að Klaka, 1. júní til 15. október

Daglega kl. 10:00, 12:00 og 14:30.

Athugið að vegur nr. 550 frá Húsafelli að Klaka er grófur malarvegur sem hentar aðeins fjórhjóladrifnum bílum. Við mælum því með að gestir nýti sér sætaferðirnar ef ekki er ferðast á fjórhjóladrifnum bíl.

 

2.000 kr.

Unglingar 12–15 ára, 1.000 kr.
Börn 0–11 ára, ókeypis

Senda fyrirspurn
<div id="bokun-w8597_21847a38_133b_4978_bffe_5a388f5c0b3d">Loading...</div><script type="text/javascript"> var w8597_21847a38_133b_4978_bffe_5a388f5c0b3d; (function(d, t) { var host = 'widgets.bokun.io'; var frameUrl = 'https://' + host + '/widgets/8597?bookingChannelUUID=823dd7fa-fa59-4aca-b104-06984ac8ef7a&amp;activityId=303328&amp;lang=en&amp;ccy=ISK&amp;hash=w8597_21847a38_133b_4978_bffe_5a388f5c0b3d'; var s = d.createElement(t), options = {'host': host, 'frameUrl': frameUrl, 'widgetHash':'w8597_21847a38_133b_4978_bffe_5a388f5c0b3d', 'autoResize':true,'height':'','width':'100%', 'minHeight': 0,'async':true, 'ssl':true, 'affiliateTrackingCode': '', 'transientSession': true, 'cookieLifetime': 43200 }; s.src = 'https://' + host + '/assets/javascripts/widgets/embedder.js'; s.onload = s.onreadystatechange = function() { var rs = this.readyState; if (rs) if (rs != 'complete') if (rs != 'loaded') return; try { w8597_21847a38_133b_4978_bffe_5a388f5c0b3d = new BokunWidgetEmbedder(); w8597_21847a38_133b_4978_bffe_5a388f5c0b3d.initialize(options); w8597_21847a38_133b_4978_bffe_5a388f5c0b3d.display(); } catch (e) {} }; var scr = d.getElementsByTagName(t)[0], par = scr.parentNode; par.insertBefore(s, scr); })(document, 'script'); </script>