Fjallahjólreiðar

Í ár býðst gestum að upplifa fágæta náttúrufegurð Húsafells á svokölluðum Rockhopper-fjallahjólum. Hægt er að velja á milli tveggja ólíkra leiða (nr. 7 og 9) en hvor leiðin um sig hentar fjallahjólum einstaklega vel þar sem þau komast torfarnar slóðir. Hótelgestir hafa aðgang að hjólum þeim að kostnaðarlausu en eins er hægt að leigja fjallahjól á Hótel Húsafelli. Þó er nauðsynlegt að bóka hjól fyrir fram.

Krauma er nýjasta heilsubað Íslands í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð frá Hótel Húsafelli. Heilsulindin býður upp á einstaka aðstöðu til að njóta íslenskrar náttúru til fullnustu en þar er að finna tvenns konar gufuböð, slökunaraðstöðu og fimm náttúrulaugar með tæru vatni frá Deildartunguhver, vatnsmesta hver Evrópu. Hveravatnið er kælt niður í kjörhitastig með hreinu jökulvatni frá Rauðsgili.

Opið allan ársins hring

Sumar: 10:00 - 23:00

Vetur: 10:00 - 21:00

Senda fyrirspurn
Skipulagðar ferðir
mánuður
dagur

Engum aukefnum er bætt út í vatnið en stöðugt streymi hveravatns tryggir einstakan hreinleika. Krauma er opin allan ársins hring og er frábær heilsulind í aðeins 90 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á sumrin er opið frá kl. 10:00 til 23:00 en á veturna frá kl. 10:00 til 21:00. Aðstaðan er hin glæsilegasta með búningsherbergi fyrir 140 manns, gjafabúð og fyrsta flokks veitingarstað sem opnar í nóvember.