Hótel í hjarta Húsafells – mbl.is

Nýtt hót­el sem verið er að byggja í Húsa­felli er hannað sem miðstöð úti­vist­ar og nátt­úru­skoðunar í upp­sveit­um Borg­ar­fjaðrar og tekið til­lit til þarfa göngu­fólks og ann­ars áhuga­fólks um nátt­úr­una.

Sú mikla fjölg­un er­lendra ferðamanna sem verið hef­ur til lands­ins skap­ar grund­völl fyr­ir bygg­ingu og rekst­ur heils­árs­hót­els í Húsa­felli, eins og víðar um landið, að sögn Þórðar Krist­leifs­son­ar, verk­efn­is­stjóra hót­el­bygg­ing­ar­inn­ar. Krist­leif­ur Þor­steins­son lét gera frumdrög að móteli í Húsa­felli á ár­inu 1988 og seinna und­ir­bjó hóp­ur fjár­festa hót­el­bygg­ingu. „Það er ekki fyrr en nú að hægt er að gera þetta, fyrr hef­ur ekki verið rekstr­ar­grund­völl­ur,“ seg­ir Bergþór Krist­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðaþjón­ust­unn­ar í Húsa­felli sem stend­ur að fram­kvæmd­inni. 

Stefnt er að opn­un 15. júní á næsta ári. Til þess að það tak­ist þarf að halda vel á spöðunum. Reiknað er með að tutt­ugu manns verði að störf­um við upp­bygg­ing­una í sum­ar og vet­ur. 

Lestu meira á mbl.is.

Skoða fleiri fréttir