Sumarhús

Hótel Húsafell leigir út falleg og vel búin sumarhús, umkringd grónum birkiskógi. Sumarhúsin Holiday Cabin, Holiday Home og Holiday Villa rúma 4-6 gesti og eru staðsett í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu.

Njóttu friðsældar Húsafells í sumarhúsi þar sem allt er til alls; fullbúið eldhús, stofa með sjónvarpi, þráðlaust net og stór pallur með heitum potti.

Holiday Villa

Í um 2 km fjarlægð frá hótelinu er sumarhús til leigu sem rúmar allt að 5 gesti. Við sumarhúsið er falleg verönd og heitur pottur.

Inní sumarhúsinu eru þrjú svefnherbergi, tvö tveggjamanna og eitt einstaklings herbergi. Á efri hæð er eitt af svefnherbergjunum sem og sjónvarp. Á neðri hæð er baðherbergi með sturtu og fullbúið eldhús sem opnast inní góða stofu.

Baðsloppar og inniskór fyrir gesti hússins eru innifalin í verði.

Húsið er í ca. 15 - 20 mínútna göngufæri frá hótelinu. 

Gestir sjá um sig sjálfir í húsinu og morgunverður er ekki innifalin í verði. Reykingar eru ekki leyfðar inní húsinu.

Vinsamlegast athugið að húsið er í einkaeigu en hótelið er með umsjón yfir húsinu og sér um það fyrir eigendurnar. Sumarhúsið er því ekki hluti af hótelinu og ber ekki sama yfirbragð eða ásýnd.

Á Húsafelli er lítil verslun sem hægt er að kaupa helstu nauðsynjar og er hún opin allt árið, til að fræðast um opnunartíma vinsamlegast athugið þessa vefsíðu: http://husafell.is/

Aðrar matvöruverlsanir eru t.d í Reykholti og í Borgarnesi.

Bóka

Frítt WiFi
Sturta
Flatskjár
Kæliskápur
Heitur pottur

Holiday Cabin

Nálægt hótelinu eða í um 2km fjarlægð er sumarhús til leigu sem rúmar allt að fjóra gesti.

Í bústaðnum eru tvö tveggjamanna svefnherbergi, fullbúið eldhús með góðu borðstofuborði. Eldhúsið og stofan mynda eina held en í stofunni er góður sófi sem og flatskjár.

Við sumarhúsið er falleg verönd með heitum potti. Bústaðnum fylgja afnot af baðsloppum og inniskóm.

Húsið er í ca. 15 - 20 mínútna göngufæri frá hótelinu. 

Gestir sjá um sig sjálfir í húsinu og morgunverður er ekki innifalin í verði. Reykingar eru ekki leyfðar inní húsinu. 

Vinsamlegast athugið að húsið er í einkaeigu en hótelið er með umsjón yfir húsinu og sér um það fyrir eigendurnar. Sumarhúsið er því ekki hluti af hótelinu og ber ekki sama yfirbragð eða ásýnd. 

Á Húsafelli er lítil verslun sem hægt er að kaupa helstu nauðsynjar og er hún opin allt árið, til að fræðast um opnunartíma vinsamlegast athugið þessa vefsíðu: http://husafell.is/

Aðrar matvöruverlsanir eru t.d í Reykholti og í Borgarnesi.

Bóka

Frítt WiFi
Sturta
Flatskjár
Kæliskápur
Heitur pottur

Holiday House

Í um 3 km fjarlægð frá hótelinu er sumarhús til leigu sem rúmar allt að 6 gesti. Við sumarhúsið er falleg verönd, heitur pottur og sauna-hús. Inni í sumarhúsinu eru þrjú tveggja manna svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og fullbúið eldhús sem opnast inn í góða stofu. Baðsloppar og inniskór fyrir gesti hússins eru innifalin í verði.

Húsið er í u.þ.b. 20 - 30 mínútna göngufæri frá hótelinu. Gestir sjá um sig sjálfir í húsinu og morgunverður er ekki innifalinn í verði. Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.

Vinsamlegast athugið að húsið er í einkaeigu en hótelið er með umsjón yfir húsinu og sér um það fyrir eigendurnar. Sumarhúsið er því ekki hluti af hótelinu og ber ekki sama yfirbragð eða ásýnd.

Á Húsafelli er lítil verslun sem hægt er að kaupa helstu nauðsynjar og er hún opin allt árið. Til að fræðast um opnunartíma hennar, vinsamlegast athugið þessa vefsíðu: http://husafell.is/

Aðrar matvöruverlsanir eru t.d í Reykholti og í Borgarnesi.

Bóka

Heitur pottur

Sauna-hús

Fullbúið eldhús

Sjónvarp

Frítt þráðlaust net (WiFi)

Baðsloppar

Holiday Cottage

Bústaðurinn rúmar allt að fjóra gesti en í honum eru tvö svefnherbergi þar sem eru tvíbreið rúm. Baðherbergi með sturtu. Fullbúið eldhús og rúmgóð stofa. Sjónvarp og þráðlaust net. Við bústaðinn er pallur og heitur pottur.

Bústaðurinn er staðsettur í um tveggja kílómetra fjarlægð frá Hótel Húsafelli.

Athugið að enginn matur er innifalinn í leiguverði. Bústaðurinn er í einkaeigu, framleigður af Hótel Húsafelli, og er því ekki í sama stíl eða með sama þjónustustigi og hótelgistingin.

Bóka

Frítt WiFi
Sturta
Flatskjár
Fullbúið eldhús
Kæliskápur
Heitur pottur