Algengar spurningar

Hvenær er hægt að innrita sig og skrá sig út?
+
Hvenær er hægt að innrita sig og skrá sig út?

Opnað er fyrir innritun kl. 15:00. Ætlast er til þess að gestir hafi lokið við að skrá sig út fyrir kl. 12:00.

Þarf ég að sýna skilríki við innritun?
+
Þarf ég að sýna skilríki við innritun?

Já, það er nauðsynlegt að sýna skilríki við innritun.

Hvernig kemst ég á hótelið?
+
Hvernig kemst ég á hótelið?

Beygið af hringveginum í átt að Reykholti á vegi 50.
Fylgið honum þar til komið er að vegi 518 sem leiðir að Húsafelli. 

Vegalengdir í km:
Reykjavík um Hvalfjörð – Húsafell 178 km.
Reykjavík um Hvalfjarðargöng – Húsafell 130 km.
Reykjavík um Kaldadal – Húsafell 112 km.
Borgarnes – Húsafell 66 km.
Þingvellir – Húsafell 67 km.
Kleppjárnsreykir – Húsafell 32 km.
Reykholt – Húsafell 25 km.
Surtshellir – Húsafell 14 km.
Hraunfossar – Húsafell 6 km.
Bifröst – Húsafell 59 km.
Langjökull – Húsafell 20 km.

Er boðið upp á þráðlaust net?
+
Er boðið upp á þráðlaust net?

Þráðlaust net er frítt fyrir gesti á hótelinu.

Hvenær er veitingastaðurinn/barinn opinn?
+
Hvenær er veitingastaðurinn/barinn opinn?

Veitingastaðurinn er opinn frá 12:00 til 14:00 og 18:00 - 22:00. 
Barinn er opinn frá 15:00 til miðnættis, föstudaga og laugardaga en alla daga frá hádegi yfir sumartímann.

Hvar og hvenær er morgunmatur framreiddur?
+
Hvar og hvenær er morgunmatur framreiddur?

Morgunmatur er framreiddur á veitingastaðnum frá 8:00 til 10:00 yfir vetrartímann (01.október - 30.apríl) og 7:00 til 10:00 yfir sumartímann (01.maí - 30.september)

Er boðið upp á spa?
+
Er boðið upp á spa?

Við bjóðum upp á frían aðgang að sundlaug og heitum pottum fyrir gesti hótelsins. Sundlaugin er opin allan daginn sem og fyrir utan venjulegan opnunartíma sé þess óskað.

Er hægt að bóka dagsferðir á hótelinu?
+
Er hægt að bóka dagsferðir á hótelinu?

Já það er hægt að bóka ferðir í alls konar afþreyingar.

Er boðið upp á lausnir fyrir hópa?
+
Er boðið upp á lausnir fyrir hópa?

Já við bjóðum upp á lausnir fyrir hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Hvað ef ég þarf að afbóka?
+
Hvað ef ég þarf að afbóka?

Til þess að koma í veg fyrir að þurfa að borga afbókunargjald þarf afbókunin að fara fram 48 tímum fyrir komu á hótelið. Þeir sem afbóka eftir þann tíma eða mæta ekki eru rukkaðir um gjald fyrir eina nótt á kreditkort viðkomandi. Aðrar reglur gilda um hópa sem hafa pantað fimm herbergi eða fleiri – vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar. 

Athugið að við tökum við eftirfarandi kortum: American Express, Visa, Euro/Master card, Diners Club, og Maestro. Kreditkort er nauðsynlegt til þess að ganga frá bókun.