Herbergi

Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum; Standard, Deluxe, Superior Deluxe og Svítu. 

Öll herbergin eru skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson listamann í Húsafelli. Hótelið sjálft var hannað með tilliti til umhverfisins þar sem náttúran leikur stórt hlutverk í mögnuðu landslaginu.

Standard

Á Hótel Húsafelli er að finna 39 herbergi af stærðinni 22 m². Í herbergjunum er hjónarúm en einnig er hægt að fá tvö aðskilin rúm sé þess óskað. Fjögur herbergjanna hafa baðherbergi með aðgengi fyrir fatlaða. Hvert herbergi er skreytt með einstökum myndum listamannsins Páls á Húsafelli. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. Öll herbergin eru reyklaus.

Bóka

Frítt WiFi
Sturta
Hárþurrka
Flatskjár
Te og kaffi
Sími
Kæliskápur
Þvottaþjónusta
Vakningarsímtal

Deluxe

Hótel Húsafell býður upp á sjö 28 m² lúxusherbergi sem búin eru öllum þægindum. Á hverju herbergi er rúmgott baðherbergi með sturtu, baðkari og tvöföldum vaski. Herbergin eru skreytt með einstökum myndum listamannsins Páls á Húsafelli. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. Öll herbergi eru reyklaus.

Bóka

Frítt WiFi
Sturta
Baðkar
Baðsloppur
Hárþurrka
Flatskjár
Te og kaffi
Sími
Kæliskápur
Þvottaþjónusta
Vakningarsímtal

Superior Deluxe

Á Hótel Húsafelli er eitt superior deluxe herbergi. Herbergið er 31 m² lúxusherbergi búið öllum sömu þægindum og deluxe herbergin en hefur að auki aðgang að lítilli verönd. Á herberginu er svefnsófi sem rúmar að hámarki tvö börn eða einn fullorðinn. Herbergið hefur rúmgott baðherbergi með sturtu, baðkari og tvöföldum vaski. Herbergin eru skreytt með einstökum myndum listamannsins Páls á Húsafelli. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. Öll herbergi eru reyklaus.

Bóka

Frítt WiFi
Sturta
Baðkar
Baðsloppur
Hárþurrka
Flatskjár
Kaffi og te
Sími
Kæliskápur
Þvottaþjónusta
Vakningarsímtal

Suite

Ein svíta er á hótelinu, 45 m² að stærð. Í svítunni er svefnherbergi, stofa og fataherbergi, auk baðherbergis með sturtu, baðkari og tvöföldum vaski. Baðsloppar og inniskór eru innifaldir. Svítan hefur aðgang að lítilli verönd. Herbergin eru skreytt með einstökum myndum listamannsins Páls á Húsafelli. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. Öll herbergi eru reyklaus.

Bóka

Frítt WiFi
Sturta
Baðkar
Baðsloppur
Hárþurrka
Flatskjár
Kaffi og te
Sími
Kæliskápur
Þvottaþjónusta
Vakningarsímtal