Sjálfbærni

Hótel Húsafell nýtir eingöngu sjálfbæra orku sem framleidd er á staðnum.
Sú orka kemur úr vatnsaflsvirkjunum sem drifnar eru af kristaltæru lindarvatni sem sprettur fram úr hraunjaðrinum. 

Heita vatnið sem notað er til að hita upp hótelið og sundlaugina kemur úr Selgili og Útfjalli.

Kalda vatnið á Húsafelli kemur frá jöklunum umhverfis Húsafell og rennur í gegnum hraunið. Það tekur vatnið óratíma að komast þessa leið og síast á leið sinni í gegnum hraunið sem verður til þess að það myndast tærar lindir við hraunjaðrana sem nefnast m.a. Kaldárbotnar, Stuttárbotnar og Kiðárbotnar.

Vatnið í þessum lindum helst 4° allt árið um kring og hefur verið virkjað til framleiðslu á rafmagni og eru nú fjórar virkjanir á Húsafelli.