Hótel Húsafell er fyrsta hótelið á
Norðurlöndum sem hlotnast sá heiður að vera á lista National Geographic. Skilyrði
fyrir því að komast á þann lista er að leggja áherslu á sjálfbærni, góða
þjónustu við gesti og að vera umvafin stórbrotinni náttúru. Þá eiga hótelin það
jafnframt sammerkt að vera á „einstökum stöðum í heiminum þar sem gestir geta
átt ógleymanlega upplifun í faðmi náttúru og sögu staðarins.“
