Upplifðu óviðjafnanleg ævintýri á milli hrauns og jökla í einstakri náttúruperlu. Sígild hönnun í sátt við umhverfið eru einkunnarorð hönnuða Hótel Húsafells.
Á Húsafelli sjást norðurljósin að meðaltali þrisvar sinnum í viku yfir vetrarmánuðina sem gerir staðinn að einum besta norðurljósa-útsýnisstað landsins.
NánarHótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru skreytt með málverkum eftir Páll Guðmundsson listamann í Húsafelli. Hótelið sjálft var hannað með tilliti til umhverfisins þar sem náttúran leikur stórt hlutverk í mögnuðu útsýninu.
Húsafell er sannkölluð orlofsparadís. Hvort þú sem hefur hug á því að upplifa ævintýramennsku, slökun eða góða skemmtun með fjölskyldunni þá finnur þú fjölbreytta afþreyingu í Húsafelli.
Húsafell er draumaáfangastaður hins ævintýragjarna ferðalangs. Ægifögur náttúran blasir við þér, hvert sem litið er.
Gestir Hótel Húsafells njóta góðs af þeirri slökun og endurnýjun sem eru fylgifiskar góðrar sundferðar.
Prófaðu að fljóta og upplifðu þyngdarleysi og algera djúpslökun.