Húsafell Gönguleiðir.

Húsafell er sannkallað draumaland göngumannsins. Allt um kring eru heillandi gönguleiðir sem hér er búið að taka saman á eitt kort fyrir gesti Húsafells til að nota og njóta.

http://www.hotelhusafell.com/afthreying/gonguleidir

Þéttir skógar, hraunmyndanir, kristaltærar uppsprettur, stórbrotin gil, jöklar, hvítfyssandi jökulár, fjölbreytt dýra- og fuglalíf auk merkra fornminja og annarra mannvistarleifa sem segja ótal sögur um liðna tíð og sambýli manns og náttúru.

Einnig gengur ferðalangurinn víða fram á sérkennilegar höggmyndir Páls Guðmundssonar myndhöggvara, sem skerpa oft svip landsins á nærgætinn hátt við náttúruna.

Skoða fleiri fréttir